NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Notalegt í Nonnahúsi

Það verður sérstaklega notalegt í Nonnahúsi laugardaginn 16. nóvember kl 14-16  þar sem fæðingardegi barnabókahöfundarins og heiðursborgara Akureyrar Jóns Sveinssonar, Nonna, verður fagnað með upplestri, kertaljósi og konfekti. 

Lesið verður uppúr ævisögu Nonna Pater Jón Sveinsson, Nonni, eftir Gunnar F. Guðmundsson sem hlaut íslensku bókaverðlaunin í flokki fræðibóka. Nonnabækurnar skipa veglegan sess í Nonnahúsi. Þar ertu til fjöldamargar Nonnabækur á mörgum tungumálum s.s. kínversku og esperantó. Lesið verður uppúr íslenskri Nonnabók fyrir áhugasama gesti.

 

Hjartanlega velkomin í Nonnahús


Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf