NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Bókmenntakvöld tileinkađ Nonna í Hannesarholti í Reykjavík

 

Hannesarholt og Bókaútgáfan Opna standa fyrir bókmenntakvöldi í Hannesarholti í kvöld, mánudaginn 14. október,  klukkan 20. Þar verður fjallað um bókina Pater Jón Sveinsson – NONNI, eftir Gunnar F. Guðmundsson, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis á síðasta ári. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrum forstöðumaður Nonnasafns á Akureyri mun ræða við Gunnar um pater Jón Sveinsson, ævisöguritunina og Nonnabækurnar sem báru hróður höfundar um veröld víða. Gestir erru hvattir til að leggja orð í belg og spyrja þau Brynhildi og Gunnar spjörunum úr. Búast má við skemmtilegum og frjóum umræðum um þessa merku bók.

Aðgangseyrir er 1.000kr.

Gengið er inn frá Skálholtsstíg.

www.hannesarholt.is


Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf