NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Bókmenntagagnrýni í Fréttablađinu: 4 stjörnur af 5!

Jón Yngvi Jóhannsson gagnrýnandi hjá Fréttablaðinu gefur bók Gunnars F. Guðmundssonar  fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hann segir m.a.  

" Öll heimildavinna og rannsókn Gunnars F. Guðmundssonar er til mikillar fyrirmyndar, mjög nákvæm og hann hefur leitað víða fanga, á köflum finnst manni nákvæmnin yfirþyrmandi en þó aldrei um of. Þótt ekki sé dregin fjöður yfir smávægilega galla í fari aðalpersónunnar, hann hefur verið hégómlegur og ekki alltaf auðveldur í umgengni eða samvinnu, þá stendur höfundurinn og sögumaðurinn með sínum manni í gegnum þykkt og þunnt. Saga Gunnars um þá Nonna og Jón Sveinsson er mikið og vandað verk, hún svarar mörgum spurningum, en öðrum er ósvarað. Vonandi er þessi bók bara upphafið, höfundur Nonnabókanna er enn þá að mörgu leyti ráðgáta.

Niðurstaða: Vönduð ævisaga sem birtir höfund Nonnabókanna í skýrara ljósi en áður en enn er mörgum spurningum ósvarað."

Grein Jóns Yngva má sjá hér : Saga tveggja manna


Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf