NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

100 ár frá fyrstu útgáfu á Nonnabók í Þýskalandi

Nú eru liðin 100 ár frá því fyrsta Nonnabók Jóns Sveinssonar  " Nonni. Erlebnisse eines Jungen Isländers von ihm selbst erzählt" kom út í þýskalandi á þýsku. Þessi fyrsta bók hans kom út fyrir þýskan markað og varð metsölubók sem án efa varð honum hvatning til að halda áfram að skrifa og bæta við einum 11 bókum um Nonna.

Til að ná þeim árangri að skrifa villulaust, fagurt og ósvikið þýskt mál var Nonna ráðlagt að sökkva sér niður í ritverk fremstra meistara þýsku tungunnar. Það gerði hann. Hann las ljóð og önnur rit hins ástsæla Goethes. Þessu næst hóf hann störf við að færa "Nonna" í þýskan búning enda reyndust ritstörfin honum mun auðveldari en áður.  (Gunnar F. Guðmundsson. Pater Jón Sveinsson - Nonni" 2012)


Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf