NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Málþing BARNABÓKASETURS á afmælisdegi Nonna 16. nóv

YNDISLESTUR

Aðlaðandi aðferðir

Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, stendur fyrir málþinginu YNDISLESTUR - aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri.

Málþingið verður föstudaginn 16. nóvember í Háskólanum á Akureyri kl 16:15 á Degi íslenskrar tungu  og afmælisdegi hins ástsæla barnabókahöfundar Jóns Sveinssonar, Nonna.

Barnabókasetur ásamt menningarhúsinu Hofi  bjóða einnig uppá YNDISLESTUR – lokkandi lestur barnabóka fyrir börn á öllum aldri í Hofi laugardaginn 17. nóvember kl 13-16. Barnabókahöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Þorgrímur Þráinsson og Kristjana Friðbjörnsdóttir lesa uppúr nýútkomnum bókum sínum og segja frá uppáhalds bókinni sinni frá því að þau voru börn.

YNDISLESTUR -lokkandi lestur barnabóka/dagskrá í Hofi

YNDISLESTUR - aðlaðandi aðferðir/málþing í Háskólanum Akureyri

   

Örlítið meira um málþingið

Dregið hefur verulega úr bóklestri barna og unglinga síðastliðna áratugi sem er áhyggjuefni því sterk tengsl eru milli áhuga á lestri og árangurs í lesskilningi og þar með námi. Það er því mikilvægt að leita allra leiða til að efla lestraráhuga barna og unglinga og ýta undir yndislestur bæði heima og í skólanum. Á málþinginu verður rætt um unga lestrarhesta, lestrarhvetjandi verkefni og spennandi leiðir til að kveikja áhuga barna á bókum og lestri. Fyrirlesarar eru Brynhildur Þórarinsdóttir, barnabókahöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri, Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Siggerður Ólöf Sigurðardóttir,forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla(Hjalla) Kópavogi.

Nánar um lokkandi lestur barnabóka:

Freyvangsleikhúsið býður uppá atriði úr leikritinu Skilaboðaskjóðunni. Leikarar munu skemmta og syngja með börnum og fullorðnum í notalegri kaffihúsastemningu sem ríkja mun í Hömrum í Hofi. Áhugasamir gestir geta skoðað sýninguna Yndislestur æsku minnar sem var fyrsta verkefni Barnabóksetursins. Auk þess gefst tækifæri til að skoða og glugga í 100 bestu barnabækurnar á íslensku að mati bókavarða af öllu landinu. Það er Amtsbókasafnið á Akureyri sem býður gestum að kíkja í bók í Hofi.


Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf