NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Íslenski safnadagurinn í Nonnahúsi

NONNAHÚS - Bernskuheimili hins ástsæla barnabókarithöfundar Jóns Sveinssonar býður öllum áhugasömum gestum að kíkja inn og virða fyrir sér  meðal annars þær bækur sem þar eru. Nonni skrifaði 12 bækur, sem þýddar hafa verið á 40 tungumál, hélt 5000 fyrirlestra víða um heim og var í raun nokkurs konar sendiherra Íslands í útlöndum á þeim tíma.  Í Nonnahúsi má m.a. sjá brot af þeim bókum sem þýddar hafa verið eftir hann m.a. bækur á japönsku og esperanto. Í húsinu má einnig sjá myndskreytingar úr bókum víða um heim og muni sem tengjast Nonna og fjölskyldu hans.

Í tilefni dagsins er frítt inní safnið og fjölskyldur smáar sem stórar hvattar til að kíkja í heimsókn. Bendum á að einnig er frítt inn á MInjasasfnið og Gamla bæinn Laufás af sama tilefni.


Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf