NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Fjölmenni á sýningu um NONNA í Köln í Þýskalandi

Varla var hægt að velja betri borg er Köln til að opna sýningu um Nonna en rithöfundurinn og mannvinurinn Nonni er grafinn í Melaten kirkjugarðinum og í borginni er mikið af Nonnavinum.  Það var því fjölmenni í Domforum sem staðsett er beint á móti Dómkirkjunni í Köln, þar sem sýning um líf og starf Nonna var opnuð.  Sýningin er litrík og skemmtileg og er áhersla lögð á að ná til ungu kynslóðarinnar.  Í tengslum við opnun sýningarinnar var sjónvarpsserían sem gerð var um ævintýri Nonna og Manna sýnd í bíósal Domforum og voru þær sýningar vel sóttar en þess má geta að nú er hægt að nálgast í Þýskalandi sérútgáfu af seríunni á DVD diskum.  Sýningin er hluti af tveggja vikna barna- og unglingabókahátíð í Köln og var unnin í góðu samstarfi við Sagenhaftes-Islands sem sér um skipulagningu á þátttöku Íslands í Bókamessunni í Frankfurt sem fram fer í 12. – 16. október.  Nonni vill gjarnan kynnast nýjum lesendum og því var ákveðið að hafa sýninguna farandsýningu og er þessa dagana verið að skoða hvar hann mun næst stíga niður fæti.

Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf