NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Sýning um Nonna í Köln

þann 18. júní síðastliðinn opnaði sýning um líf og störf Nonna á alþjóðlegri barna og unglingabókahátíð í Dom Forum í Köln í Þýskalandi. Dom Forum er velsóttur staður hjá einnum mest sótta ferðamannasegli Evrópu dómkirkjunni í Köln. Þar fara daglega um 3000 gestir um. Sýningin var opnuð með pompi og prakt. Hulda Sif Hermannsdóttir opnaði sýninguna fyrir hönd Nonnahúss og Akureyrarstofu en auk hennar voru þau Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, og Gert Kreutzer, prófessor og Nonnavinur, með erindi við opnunina.

 Kíkið endilega á síðu DomForum

 


Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf