NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Fréttir

Eyfirski safnadagurinn - Strákapör Nonna!

Eyfirski safnadagurinn er á laugardaginn 7. maí. Safnið er opið frá kl 11-17. Í Nonnahúsi fá gestir að heyra um strákapör og ævintýri bræðranna Nonna og Manna sem eru ófá . Það eru Nonnavinir sem lesa uppúr  bókum Jóns Sveinssonar – Nonna.

Veist þú hvaða bein var hestur eða kind í búunum í gamla daga? Ef svo er þá er tækifæri til að láta ljós sitt skína þar sem unga kynslóðin með hjálp eldri kynslóðarinnar fær tækifæri til að gera gamaldags bú með leggjum og skeljum  fyrir framan Nonnahús.

 Komu að leika og njóttu þess að vera með okkur á Eyfirska safnadaginn! 

Til baka


Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf